10 vetnisbílar til landsins

14. desember tóku Íslensk NýOrka og Brimborg á móti 10 nýjum efnaraflabílum af gerðinni Ford Fókus. Þessir bílar hafa verið notaðir áður en Ford valdi Ísland til að ná hámarksnotkun á þessari kynslóð efnaraflabíla sinna. Þetta er mikil viðurkenning gagnvart rekstri vetnisstöðvar, sem er í höndum Skeljungs og eftirliti og viðhaldi með bílum af þessu tagi, sem er nú í höndum Icelandic Hydrogen. Þetta er einkum ánægjulegt sem okkar framlag til að sýna vilja í verki á meðan á fundi um loftslagsmál stendur í Kaupmannahöfn. Munið einnig að 7 bílaframleiðendur hafa sent út sameiginlega yfirlýsingu um efnarafla fyrir árið 2015. Hér má finna yfirlýsinguna.

Bílarnir verða leigðir út til fyrirtækja en algengara er orðið til boða standi fyrir starfsmenn fyrirtækja að fá lánaðan bíl í ýmsar útréttingar í stað þess að fyrirtækið greiði þeim bílapeninga. Ford Fókus-bílarnir bætast við þá vetnis Príusa sem fyrir voru og er vetnisbílafloti hér á landi því orðinn sá stærsti sinnar gerðar í Evrópu eða 22. Atburðurinn er enn eitt skref í þá átt að færa orkunotkun í samgöngum yfir í innlendar orkulindir og auka á orkunýtni á sama tíma, enda vetnisbílar eins og rafhlöðubílar með rafmagnshreyfla og því bæði sparneytnir og án útblásturs.