Evrópusambandið samþykkti með herkjum reglugerð um hámarksútblástursgildi bifreiða sem taka á í gildi 2012. Reglurnar eru vægast sagt djarfar enda skylda þær bílaframleiðendur til að senda frá sér bíla sem menga ekki meira en 130g af koltvísýringi á hvern ekinn km. Raunar gengur reglugerðin lengra því að raungildið er í raun120g en 10 gramma minnkun aukalega á að fást með betri dekkjum og sjálvirkum loftþrýstingsjöfnurum. Þetta þýðir að bannað verður að selja bíla eftir 2012 innan Evrópusambandsins sem ekki uppfylla þessi útblástursgildi. Það er ekki að furða að bifreiðaframleiðendur stynji undan þessum kvöðum því að sem dæmi má nefna að í gagnagrunni sem notaðar eru í reiknivélar Orkuseturs eru einungis 3% bifreiða sem uppfylla þessi ströngu skilyrði.