Evrópusambandið boðar 20% orkusparnað

Evrópusambandið hefur gefið út aðgerðaáætlun sem skila á 20% orkusparnaði á næstu 15 árum.  Áhersla verður lögð á hagkvæmar aðgerðir sem skila betri nýtni.  Stefnt er á aðgerðir sem stuðla að skilvirkari orkunotkun tækja, bygginga og bifreiða. Stífari kröfur verða gerðar til lágmörkun orkunotkunar og sérstakur  fjárfestingasjóður verður komið á til að styðja framleiðslu á orkunýtnari […]

Toyota kynnir Eco Drive-vísinn

Tokyo — TOYOTA MOTOR CORPORATION (TMC) tilkynnti í lok september að frá og með byrjun október muni gerðir nýrra sjálfskiptra bíla á japönskum markaði verða búnar Eco Drive-vísi, búnaði sem hvetja á ökumenn til að hugsa vel um umhverfið. Þessi tækni miðar að því að draga úr koltvísýringsútblæstri með aukinni sparneytni og er hluti af […]

Viðurkenning til EGO fyrir framlag til orkuksparnaðar

Orkusetur hefur ákveðið að veita EGO sjálfsafgreiðslustöðvunum viðurkenningu fyrir lofsvert frumkvæði að því að draga úr eldsneytisnotkun. Framlag EGO felst í því að bjóða ökumönnum tölvustýrða mælingu og loftjöfnun á hjólbörðum bifreiða á öllum EGO stöðvunum. Hin nýja tegund tækjabúnaðar auðveldar ökumönnum til muna að fylgjast með loftþrýstingi, fínstilla hann og jafna. Orkunotkun landsmanna fer […]

Orkusóun að hlaða farsímann of lengi

 Rannsóknarteymi á vegum símaframleiðandans Nokia kannaði hve mikil orka myndi sparast ef allir tækju símann úr hleðslu um leið og hann væri fullhlaðinn. Niðurstaðan var sú að orkunotkun heimsins myndi minnka sem svaraði heildarorkunotkun 60.000 evrópskra heimila ef aðeins 10% af farsímaeigendum heimsins myndi vera svo forsjáll að taka símann úr hleðslu um leið og […]

Toyota Prius slær sölumet í Evrópu

  Alheimsvelgengni Hybrid-ökutækja Toyota heldur áfram með sölu 50.000. Toyota Prius bílsins í Evrópu. 50.000. Prius-bíllinn var seldur í hollensku Toyota-umboði, Dijksman í Haarlem, til fjölskyldu á staðnum. Holland er mikilvægur markaður fyrir Prius í Evrópu með 10% af heildarsölu. Þessi áfangi næst um leið og kostir Hybrid-tækninnar, þar sem Toyota er í forystu á […]

Reiknivélar Orkuseturs uppfærðar

Lokið hefur verið við fyrstu uppfærslu á reiknivélum Orkuseturs. Nú eru 1130 bifreiðir í gagnagrunninum með nýjustu gerðarviðurkenningum. Jafnt og þétt munu nýjar bifreiðir bætast í grunninn um leið og upplýsingar berast. sjá Reiknivélar Samhliða þessari uppfærslu var tekinn saman listi yfir 30 eyðslugrennstu bifreiðirnar í grunninum. Fróðlegt er að sjá hversu dísel- og tvinnbifreiðir eru […]

Bretaprins sparar bensínið

Karl Bretaprins ætlar að leggja einkaþotum og -þyrlum og taka sér frekar far með áætlunarflugfélögum, lestum eða sparneytnum bílum. Hann segir nóg komið af orðræðu, nú þurfi að láta verkin tala. Frá og með febrúar verður dagskrá prinsins skipulögð með þeim hætti að hann geti í sem flestum tilfellum ferðast á umhverfisvænan máta, að sögn […]