Almenningssamgöngur blómstra á Akureyri

Enn fjölgar farþegum með Strætisvögnum Akureyrar. Fjölgunin var 78% i síðasta mánuði, en var 60% í janúar miðað við sama tíma í fyrra. Það hefur verið frítt í strætó frá áramótum og samkvæmt þessari könnum virðast sífellt fleiri nýta sér þennan ferðamöguleika.

Farþegafjöldi á dag í febrúar var að meðaltali 687 árið 2006 en í nýliðnum febrúarmánuði var meðalfjöldi farþega á dag 1.226.

Að sögn Stefáns Baldurssonar forstöðumanns Strætisvagna Akureyrar hefur fjölgunin orðið á öllum leiðum og á öllum tímum dags.

heimild: ruv.is