Audi með í tengiltvinnbílakapphlaupinu

Audi kynnti á dögunum þeirra Audi A1 Metroproject Quattro sem er afar áhugaverður tengiltvinnbíll. Ekki er alveg ljóst hvenær slíkur bíll fer í sölu en vonandi sést hann á götum borga sem allra fyrst.  Bíllinn er öflugur og kraftmikill, 150 hestöfl með 30 kW liþíum rafhlöðu milli afturhjóla.  Til að undirstrika þátt rafhlöðunnar þá verður hún sýnileg undir glugga í skotti bifreiðarinnar.  Áætlað er að við kjöraðstæður skili rafhlaðan bílnum allt að 90 km. Eins og sjá má á myndinni er ljóst að bíalr geta verið kraftmiklir glæsilegir en jafnframt umhverfisvænir sem tengiltvinnbílar.

Hér er hægt að sjá fleiri myndir af bifreiðinni. Audi A1