Opið fyrir umsóknir í Intelligent Energy Europe
Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir innan "Intelligent Energy Europe"
Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir innan "Intelligent Energy Europe"
Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkustofnun/Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess.
Átaksverkefni 2011 er beint að húsnæði sem byggt er fyrir 1945, áður en lágmarkskröfur til einangrunargilda (U-gilda) byggingarhluta voru settar í byggingarreglugerðir
Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis (byggt fyrir 1945) sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði.
Upphæð styrks til einstakra verkefna getur numið allt að kr. 600.000 en þó aldrei hærri upphæð en 50% af innkaupsverði efnis.
Við mat á umsóknum verður horft til orkunotkunar húsnæðis. Forgang hafa verkefni til endurbóta þar sem orkunotkun hefur reynst verulega mikil í samanburði við viðmiðunargildi fyrir sambærilegt húsnæði.
Orkusetur hefur aðstoðað Harald Magnússon bónda á Belgsholti við að koma upp fyrstu vindrafstöðinni á Íslandi sem tengd er almenna raforkukerfinu. Þetta eru stór áfangi því nú bætist formlega við þriðji orkugjafinn inn á raforkukerfi landsmanna.
Orkusetur setur hér með í loftið undirvef sem fjallar um varmadælur. Varmadælur geta lækkað raforkureikning íbúa á rafhituðum svæðum verulega og mikilvægt að stuðla að uppsetningu þeirra sem víðast. Vefinn má finna á eftirfarandi slóð:
Iðnaðarráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu um orkunýtni í byggingum í samstarfi við Orkustofnun, Orkusetur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Neytendastofu og Samtök iðnaðarins.
Staður: Orkugarður, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík
Stund: 11. nóvember 2010, kl. 13:00-16:00
Fyrstu niðurstöður prófana með ljósdíóður liggja nú fyrir og gefa væntingar um að draga megi stórlega úr raforkunotkun og þar með rekstrarkostnaði garðyrkjubænda. Niðurstöður tilraunaræktunar á papriku og rósum undir LED raflýsingu í tilraunagróðurhúsi LBHÍ að Reykjum benda til þess að hægt sé að ná fram verulegum raforkusparnaði í blóma- og matjurtarækt, án þess að það komi niður á gæðum eða uppskerumagni. Raforkusparnaður reynist vera um og yfir 50% í paprikurækt og um 50% í rósarækt.
Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkustofnun/Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til:
• Endurglerjunar húsnæðis – skipta í betur einangrandi gler
Umsóknareyðublöð má nálgast hér: umsókn
Húseigendum er sérstaklega bent á reiknivél þar sem hægt er að meta orkusparnað og kostnað við endurglerjun
___________________________________________________
Orkusetur hefur smíðað nýja reiknivél sem aðstoðar bifreiðaeigendur að taka skynsamlegar ákvarðanir í bílakaupum. Samhliða nýju reiknivélinni voru eldri reiknivélar uppfærðar og settar í nýjan búning.
Reiknivélina má prófa á eftirfarandi slóð: Reiknivél
Iðnaðarráðherra, Katrínu Júlíusdóttur hefur nú verið afhentur nýr fjögurra manna i MiEV rafbíl frá Mitsubishi og mun ráðuneytið hafa afnot af bílnum næstu tvö árin. Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun fengu annan bíl til umráða og verða báðir bílarnir nýttir til ýmissa rannsóknarverkefna hjá fyrirtækjunum og á vegum Orkuseturs og Íslenskrar NýOrku.
IEE, Intelligent energy europe kallar eftir umsóknum. Sjóðurinn mun í ár úthluta 56 milljónum evra til verkefna á sviðum orkunýtni, endurnýjanlegra orkugjafa og bættrar orkunýtni í samgöngum. Sjóðurinn styrkir allt að 75% af heildarkostnaði verkefna. Umsóknarfrestur er til 23. júní 2010.
Ísland er aðili að orkuáætlun innan Samkeppnis-og nýsköpunaráætlunar ESB - Intelligent Energy. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu áætlunarinnar:
http://ec.europa.eu/energy/intelligent/call_for_proposals/index_en.htm