Bílaleiga Akureyrar dregur úr meðalútblæstri bifreiða og hlýtur ISO vottanir.
Samkvæmt umhverfisskýrslu Bílaleigu Akureyrar hefur meðalútblástursgildi bifreiða leigunnar farið úr 189 CO2 g/km árið 2007 niður í 179 CO2 g/km 2009. Slíkur árangur skiptir verulegu máli í flota sem telur yfir 2000 bifreiðar á sumrin. Bílaleigan hefur nú einnig hlotið ISO vottanir.