Stofnun Orkuseturs (Energy Agency)
Þann 24. nóvember 2005 hófst formlega rekstur Orkuseturs sem staðsett er að Borgum á Akureyri. Hlutverk setursins er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Verkefni Orkuseturs verða einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis. Orkusetrið er stofnað af Orkustofnun í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. […]
Olíuverð á uppleið
Verð á hráolíu hefur farið hækkandi undanfarna daga vegna spennunnar, sem ríkir í Miðausturlöndum, og nálgast nú metið, sem sett var um miðjan júlí. Tunna af Brent Norðursjávarolíu kostar nú 76,40 dali en tunna af Texas-olíu kostar 75,30 dali. Hæst fór verð á olíu í 78,40 dali þann 17. júlí. Heimild: mbl.is
Jarðhitinn sparar
Jarðhitinn á Íslandi sparar þjóðarbúinu 30 milljarða árlega í upphitun húsa. Brenna þyrfi 800 þúsund tonnum af jarðeldsneyti á ári, ef kynda ætti allan húsakost landsmanna upp með olíu. Jarðvarminn á Íslandi er þannig jafnvel verðmætari en fólk gerir sér grein fyrir að mati Sigurðar Friðleifssonar hjá Orkusetri. Orkusetrið er undir Orkustofnun og vinnur að […]
Reiknaðu út ferðakostnaðinn fyrir helgina
Með ferðareiknivél Orkuseturs er hægt að reikna út eldsneytis- og umhverfiskostnað við innanbæjar- og utanbæjarakstur. Fyrir utanbæjarakstur er brottfara- og áfangastaður valinn af lista.Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast reiknivélina: Ferðakostnaður Það borgar sig að ferðast á sparneytnum bíl.Dæmi: Toyota Land cruiser sjálfskiptur bensínbíll (óbreyttur án tjaldvagns)Eldneytiskostnaður Reykjavík – Neskaupstaður 9.724krReykjavík – Akureyri 5.277krReykjavík – […]
Fjárfestar horfa í auknu mæli til orkulandbúnaðar
Lífdísel- og etanólframleiðsla hefur náð athygli fjárfesta víða um heim. Menn virðast vera búnir að gefast upp á að vonast eftir lækkun olíverðs og eru tilbúnir til að leita annara leiða í fjárfestingum innan eldsneystigeirans. Akuryrkja með eldsneytisframleiðslu að leiðarljósi mun verða áberandi í framtíðinni. Heimild: Reuters
Orkubruðl að nota plasmaskjá
rkubruðl að nota plasmaskjáÞeim Bretum sem eiga sjónvarp með plasma-flatskjá fjölgar hratt en þessi þróun veldur stóraukinni orkuþörf, að sögn breska dagblaðsins The Guardian. Nýju plasma-sjónvörpin geta þurft allt að fjórum sinnum meira rafmagn en gömlu túbutækin. Hefur blaðið eftir dr. Joseph Reger, yfirmanni tæknimála hjá Fujitsu Siemens-tölvufyrirtækinu í München í Þýskalandi, að aukna orkuþörfin […]
Tónlistarmenn draga úr óþarfa orkunotkun
Umhverfismál verða rokktónlistarmönnum æ hugleiknari í kjölfar heimsendafrétta af gróðurhúsaáhrifum og hlýnun jarðar. Mikil rafmagnsnotkun fylgir tónleikahaldi og tónleikaferðalögum landshorna á milli hefur gríðarlega eldsneytisnotkun í för með sér með tilheyrandi mengun. Af þeim sök um hafa sumar hljómsveitir og listamenn á borð viðThe Dave Matthews Band, Guster og Pearl Jam reynt að leggja sitt […]
Nóg eldsneyti eftir þegar hringnum lauk
Nóg eldsneyti eftir þegar hringnum laukNóg eldsneyti reyndist vera eftir á tanki Skoda Octavia dísilbílsins, sem fulltrúar Félags íslenskra bifreiðaeigenda og Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna óku í hringinn í kringum landið. Markmiðið var að aka hringinn á einum eldsneytistanki og það tókst en 55 lítrar af dísilolíu voru í tankinum þegar ferðin hófst á mánudag. Styrktarfélag […]
Málþing um sjálfbærar byggingar á Íslandi
Málþing haldið á vegum Sesseljuhúss og Orkuseturs.Fundarstaður: Sesseljuhús umhverfissetur, Sólheimum, Miðvikudaginn 20. september 2006, Kl. 12.30-17.00 Dagskrá:12:30-13:30 Varis Bokalders, arkitekt. Ekokultur Konsulter AB, Stokkhólmi.What is sustainable building and what does it look like?13:30-13:55 Árni Friðriksson, arkitekt. ASK arkitektar.Sjálfbær hús – nokkur íslensk dæmi13:55-14:20 Sigurður Harðarson, Batteríið arkitektar.Húsahönnun og veðurfar – þáttur sólar og vinds 14:20-14:50 Kaffi. Sýningin […]
Leitarvél knúin af sólarorku
Leitarvél knúin af sólarorkuFyrirtækið Google, sem m.a. rekur samnefnda leitarvél hefur hafið uppsetningu á miklum sólarrafhlöðum á þaki höfuðstöðva sinna í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Rafhlöðurnar eru sagðar þær stærstu í einkaeigu stórfyrirtækis í heiminum og geta framleitt um 1,6 megavatt af orku, eða sem svarar til orkunotkunar 1.000 heimila. Þessi mikla orkuframleiðsla hrekkur þó frekar […]