Bann á glóperur

Áströlsk stjórnvöld ætla að setja á lög sem banna notkun hefðbundinna ljósapera frá og með árinu 2010. Notkun flúrljósapera, svokallaðra sparnaðarpera verður þess í stað lögleidd. Malcolm Tumbull, umhverfisráðherra landsins segir að með þessu verð hægt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í landinu um fjórar milljónir tonna fyrir árið 2010.

Ástralía verður þannig fyrsta landið sem bannar hina hefðbundnu ljósapera, sem byggir á hönnun Thomas Alva Edison frá lokum nítjándu aldar. Hugmyndin hefur verið rædd í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum, og sagðist Tumbull vona að öll heimsbyggðin muni senn fylgja fordæmi Ástrala.

Hinar svokölluðu sparnaðarperur nota aðeins um 20% af þeirri raforku sem venjuleg ljósapera krefst, en hinar hefðbundnu perur eyða mikilli orku í hita.

Umhverfisverndarsinnar hafa fagnað hugmyndunum, en segja Ástrala geta haft mun meiri áhrif með því að staðfesta Kyoto sáttmálann. Þá benti Peter Garret, talsmaður stjórnarandstöðunnar um umhverfismál að það væru ekki heimilin sem losuðu mest af gróðurhúsalofttegundum, heldur stjórnvöld sjálf og fyrirtæki landsins.

Heimild: mbl.is