Breska ríkisstjórnin beinir því til ökumanna að hafa loftþrýsting réttan í hjólbörðum bifreiða sinna, aka ekki með farangursgrindur eða annað sem eykur loftmótstöðu og ýmislegt til viðbótar til að draga úr eldsneytiseyðslu og minnka þar með mengun sem fylgir akstrinum. Gillian Merron samgönguráðherra segir að með því að fylgja ráðunum sé hægt að draga úr koldíoxíðmengun frá bifreiðum um 8%. Það er um það bil hálf miljón tonna af mengandi útblæstri. Þar að auki spara ökumenn allt að 240 miljarða króna á því að stunda sparakstur. Breska stjórnin ætlar á næstu dögum að leggja fram frumvarp til laga sem á að draga úr loftmengun á ýmsum sviðum. Markmiðið er draga úr koldíoxíðmengun um 60% fyrir árið 2050. Heimild: ruv.is