video
[cvg-gallery galleryid=1 mode=slideshow limit=5]
[cvg-gallery galleryid=1 mode=slideshow limit=5]
Ný reiknivél er nú aðgengileg á vef Orkuseturs. Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar fyrir mismunandi perur. Svokallaðar sparperur sem taka nú við af glóperunni góðu eru nefnilega þrennskonar: Halogen, LED og Flúor. Perurnar hafa ólíkt innkaupaverð og mismunandi orkunotkun og endingartíma. Hagkvæmni peranna ræðst því af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði [...]
Flutt verða fjölbreytt erindi, m.a. um notkun jarðgrunnsvarmadælna í Evrópu, hagkvæmi varmadælna, jarðfræðilegar aðstæður á Íslandi fyrir jarðgrunnsvarmadælur og styrki ríkisins til umhverfisvænnar orkuöflunar. Einnig verður evrópska samstarfsverkefnið ThermoMap kynnt. Dagskrá: 13.00 Setning 13.15 Ground Source Heat Pump Systems in Europe: Philippe Dumas manager, European Geothermal Energy Council (EGEC) 13.40 Hagkvæmni varmadælna: Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs [...]
Í OCTES er meðal annars kannað hvaða áhrif raforkuverð hefur á notkun í dreifbýli og einangruðum svæðum. Almennt er gerð sú krafa að rafmagn sé til staðar þegar þess er þörf en verkefnið spyr hvort hægt sé að nota orkuverð eða aðrar upplýsingar til að breyta hegðun neytenda þannig að notkunin verði í takt við framleiðslugetu? Í verkefninu er einnig kannað hvernig orkugeymsluaðferðir geta nýst til orkusparnaðar og til að gera lausnir til virkjunar umhverfisorku fýsilegri.
Á málstofunni verður fjallað um þessi viðfangsefni og býðst þátttakendum einnig tækifæri til að ræða viðfangsefnin við fyrirlesara sem og aðra gesti.
Fimmtudaginn 17. janúar 2013
13:00-15:20
Staðsetning: Orkugarði
Síðastliðið ár hafa staðið yfir mælingar á orkunotkun heimila í Vestmannaeyjum, Finnlandi og Skotlandi með það að markmiði að athuga áhrif mismunandi upplýsinga á orkunotkun þátttakenda. Á málstofunni sem haldin verður næsta fimmtudag klukkan 13:00-15:20 verður fjallað um þessi verkefni sem eru hluti af fjölþjóðlega verkefninu OCTES. Í OCTES er meðal annars kannað hvaða áhrif [...]
Orkusetur opnar nú langþráðann samgönguvef sem innheldur fjöldann allan af nýjum og uppfærðum reiknivélum sem aðstoða neytendur við minnka eldsneytisnotkun sína eða jafnvel skipta yfir í innlent og umhverfsivænna eldsneyti. Einnig má finna síuppfærðar upplýsingar um stöðu bílaflotans og hvernig okkur gengur að að minnka olíunotkun og útblástur í samgöngum.
Undirvefinn má finna hér með einum smelli: Samgönguvefur
Orkusetur og Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands boða til fundar um orkumál heimila föstudaginn 27. apríl 2012, kl. 13-15:30 í Orkugarði, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.
Kynnt verða Evrópuverkefnin PROMISE og OCTES sem snúast um orkumælingar og möguleika á orkusparnaði á heimilum en einnig verður farið yfir hugmyndir um orkuverðsjöfnun á orkuverði til almennings.
Dagskrá:
Orkukostnaður heimila og möguleikar til orkusparnaðar -Promise - Sigurður Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs
Orkuvöktun og möguleiki orkustýringa -Octes - Rúnar Unnþórsson, lektor í véla- og iðnaðarverkfræði.
Kaffihlé
Orkuverð og Orkuverðsjöfnun - Benedikt Guðmundsson, verkefnastjóri Orkustofnun
UmræðurOpnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir innan "Intelligent Energy Europe"