Ljóstímareiknivél

Ný reiknivél er nú aðgengileg á vef Orkuseturs.  Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar fyrir mismunandi perur.  Svokallaðar sparperur sem taka nú við af glóperunni góðu eru nefnilega þrennskonar: Halogen, LED og Flúor.  Perurnar hafa ólíkt innkaupaverð og mismunandi orkunotkun og endingartíma. Hagkvæmni peranna ræðst því af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði [...]

By |2014-12-14T18:30:03+00:00August 28th, 2013|Uncategorized|Comments Off on Ljóstímareiknivél

Fundur um jarðgrunnsvarmadælur og evrópska samstarfsverkefnið ThermoMap

Flutt verða fjölbreytt erindi, m.a. um notkun jarðgrunnsvarmadælna í Evrópu, hagkvæmi varmadælna, jarðfræðilegar aðstæður á Íslandi fyrir jarðgrunnsvarmadælur og styrki ríkisins til umhverfisvænnar orkuöflunar. Einnig verður evrópska samstarfsverkefnið ThermoMap kynnt. Dagskrá: 13.00 Setning 13.15 Ground Source Heat Pump Systems in Europe: Philippe Dumas manager, European Geothermal Energy Council (EGEC) 13.40 Hagkvæmni varmadælna: Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs [...]

By |2014-12-13T20:29:10+00:00March 4th, 2013|Uncategorized|Comments Off on Fundur um jarðgrunnsvarmadælur og evrópska samstarfsverkefnið ThermoMap

Málstofa um orkuvöktun, virkjun umhverfisorku og möguleika sem bjóðast með orkugeymslu

 

Síðastliðið ár hafa staðið yfir mælingar á orkunotkun heimila í Vestmannaeyjum, Finnlandi og Skotlandi með það að markmiði að athuga áhrif mismunandi upplýsinga á orkunotkun þátttakenda. Á málstofunni sem haldin verður næsta fimmtudag klukkan 13:00-15:20 verður fjallað um þessi verkefni sem eru hluti af fjölþjóðlega verkefninu OCTES.

Í OCTES er meðal annars kannað hvaða áhrif raforkuverð hefur á notkun í dreifbýli og einangruðum svæðum. Almennt er gerð sú krafa að rafmagn sé til staðar þegar þess er þörf en verkefnið spyr hvort hægt sé að nota orkuverð eða aðrar upplýsingar til að breyta hegðun neytenda þannig að notkunin verði í takt við framleiðslugetu? Í verkefninu er einnig kannað hvernig orkugeymsluaðferðir geta nýst til orkusparnaðar og til að gera lausnir til virkjunar umhverfisorku fýsilegri.

Á málstofunni verður fjallað um þessi viðfangsefni og býðst þátttakendum einnig tækifæri til að ræða viðfangsefnin við fyrirlesara sem og aðra gesti.

Fimmtudaginn 17. janúar 2013
13:00-15:20
Staðsetning: Orkugarði

Nánari upplýsingar og dagskrá

 

By |2013-01-15T14:01:02+00:00January 15th, 2013|Uncategorized|Comments Off on Málstofa um orkuvöktun, virkjun umhverfisorku og möguleika sem bjóðast með orkugeymslu

Málstofa um orkuvöktun, virkjun umhverfisorku og möguleika sem bjóðast með orkugeymslu

Síðastliðið ár hafa staðið yfir mælingar á orkunotkun heimila í Vestmannaeyjum, Finnlandi og Skotlandi með það að markmiði að athuga áhrif mismunandi upplýsinga á orkunotkun þátttakenda. Á málstofunni sem haldin verður næsta fimmtudag klukkan 13:00-15:20 verður fjallað um þessi verkefni sem eru hluti af fjölþjóðlega verkefninu OCTES. Í OCTES er meðal annars kannað hvaða áhrif [...]

By |2014-12-13T20:31:06+00:00January 15th, 2013|Uncategorized|Comments Off on Málstofa um orkuvöktun, virkjun umhverfisorku og möguleika sem bjóðast með orkugeymslu

Ráðstefna um raforku í samgöngum

 

Ráðstefna um raforku í samgögnum verður haldin í húsi Orkuveitu Reykjavíkur þann 4. Október 2012. Þetta er einstakt tækifæri til að fá upplýsingar um framgang mála á hinum norðurlöndunum en þau verkefni sem koma að ráðstefnunni eru INTELECT, No-Slone, RekkEVidde (öll styrkt af norrænu ,Energy and Transport’ áætluninni) og NAHA.
 
Ráðstefnan ber yfirskriftina ‘Electromobility in the North Atlantic Regions’ og er skipulögð af Íslenskri NýOrku, Grænu Orkunni og ofangreindum verkefnum (sjá frekari upplýsingar hér)
By |2012-09-17T11:47:11+00:00September 17th, 2012|Uncategorized|Comments Off on Ráðstefna um raforku í samgöngum

Samgönguvefur í loftið

 

Orkusetur opnar nú langþráðann samgönguvef sem innheldur fjöldann allan af nýjum og uppfærðum reiknivélum sem aðstoða neytendur við minnka eldsneytisnotkun sína eða jafnvel skipta yfir í innlent og umhverfsivænna eldsneyti. Einnig má finna síuppfærðar upplýsingar um stöðu bílaflotans og hvernig okkur gengur að að minnka olíunotkun og útblástur í samgöngum.

Undirvefinn má finna hér með einum smelli:  Samgönguvefur

 

 

By |2012-06-04T15:31:43+00:00June 4th, 2012|Uncategorized|Comments Off on Samgönguvefur í loftið

Fræðsluforrit um virkjanir

 

Orkusetur hefur nú smíðað gagnvirkt netkennsluforrit um virkjanir sem hafa yfir 10 MW af uppsettu afli. Forritið er afar einfalt í notkun og einungis þarf að nota tölvumúsina við lausn verkefna.
 
Smelltu hér til að komast í kennsluforritið.  Virkjanforrit
By |2012-05-07T14:07:16+00:00May 7th, 2012|Uncategorized|Comments Off on Fræðsluforrit um virkjanir

Fundur um orkumál heimila

 

Orkusetur og Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands boða til fundar um orkumál heimila föstudaginn 27. apríl 2012, kl. 13-15:30 í Orkugarði, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.

Kynnt verða Evrópuverkefnin PROMISE og OCTES sem snúast um orkumælingar og möguleika á orkusparnaði á heimilum en einnig verður farið yfir hugmyndir um orkuverðsjöfnun á orkuverði til almennings.

Dagskrá:

Orkukostnaður heimila og möguleikar til orkusparnaðar -Promise - Sigurður Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs

Orkuvöktun og möguleiki orkustýringa -Octes - Rúnar Unnþórsson, lektor í véla- og iðnaðarverkfræði.

Kaffihlé

Orkuverð og Orkuverðsjöfnun - Benedikt Guðmundsson, verkefnastjóri Orkustofnun

Umræður
 
By |2012-04-19T12:28:41+00:00April 19th, 2012|Uncategorized|Comments Off on Fundur um orkumál heimila

Opið fyrir umsóknir í Intelligent Energy Europe

Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir innan "Intelligent Energy Europe"

 
 Evrópusambandið hefur sett fram metnaðarfull markmið hvað varðar hreina og örugga orku fyrir Evrópubúa í framtíðinni. Til að ná þessum markmiðum er mikilvægt að ný þekking og ný tækni nái útbreiðslu á markaði. Verkefnið Intelligent Energy Europe er sett á laggirnar til að auka möguleika á því.
 
Opnað hefur verið fyrir ný köll innan þess til að þróa tækninýjungar í tengslum við endurnýjanlega orku. Verkefnið hefur þrjú meginmarkmið:
 •Kynning á orkunýtni og að hvetja til skynsamlegrar nýtingar orku
•Ýta undir notkun nýrra orkugjafa og hvetja til fjölbreytni í orkunotkun
•Stuðla að meiri orkunýtingu í flutningum
By |2012-01-05T09:56:52+00:00January 5th, 2012|Uncategorized|Comments Off on Opið fyrir umsóknir í Intelligent Energy Europe
Go to Top