Hugmyndabíllinn G4e varð enn áhugaverðari eftir að Subaru ákvað á dögunum að auka drægni liþíum rafhlöðunnar í 200 km. Ekki nóg með það heldur verður hægt að hlaða 80% rafhlöðunnar, með sérstakri hraðhleðslu, á aðeins 15 mínútum. Þetta þýðir að slíkur bíll kæmist auðveldlega alla leið til Akureyrar með tuttugu mínútna kaffi- og hleðslupásu á leiðinni. Bifreiðin er 5 sæta og ekki spillir útlitið fyrir. Það er vonandi að ekki verði mörg ár í að Subaru G4e verði fáanlegur á Íslandi og geti drukkið í sig hreint og endurnýjanlegt rafmagn.