ECOnetic lína Ford

Ford Fiesta er sá þriðji í röðinni sem ber sæmdarheitið ECOnetic en á undan honum komu Ford Mondeo með CO2 útblástursmagnið 139 g/km og Ford Focus með 115g/km. Útblásturinn frá hinum nýja Ford Fiesta er aðeins 98 g/km sem gerir hann að visthæfum leiðtoga í flokki smærri bíla.

Sparneytnin í fyrirrúmi
Fiesta ECOnetic hefur marga aðra kosti en visthæfni því hann er líka einstaklega sparneytinn og eyðir aðeins 3,7 lítrum á 100 km. Samanborið við fyrri gerðir af 1,6 lítra Fiesta TDCi, þá sparast um 160 lítrar í akstri á 20.000 km vegalengd, sé ekið á Fiesta ECOnetic. Í utanbæjarakstri er notkunin ennþá minni eða 3,2 lítrar á hverja 100 km.

Smáatriðin tryggja gæðin
Til að ná fram slíkum sparnaði og visthæfni, hefur mikil nákvæmni verið lögð í öll smáatriði og áhersla lögð á sem minnsta loftmótstöðu bílsins. Þannig voru val á dekkjum, þyngd bílsins og lögun hans, mikilvægir viðmiðunarþættir í hönnuninni, en hann er um 40 kg léttari en fyrirrennarar sínir. Þó svo að visthæfni og sparneytni séu meginþættir í hönnun Fiesta, hefur frammistaða bílsins og akstursánægja ökumannsins ekki gleymst. Hvergi var slakað á gæðakröfunum svo Fiesta ECOnetic er því allt í senn; öruggur, hljóðlátur, sparneytinn og umfram allt visthæfur leiðtogi.

Samkvæmt Brimborg munu þessir bílar sjást á götum landsins um leið og kostur gefst.