Evrópusambandið boðar 20% orkusparnað

Evrópusambandið hefur gefið út aðgerðaáætlun sem skila á 20% orkusparnaði á næstu 15 árum.  Áhersla verður lögð á hagkvæmar aðgerðir sem skila betri nýtni.  Stefnt er á aðgerðir sem stuðla að skilvirkari orkunotkun tækja, bygginga og bifreiða. Stífari kröfur verða gerðar til lágmörkun orkunotkunar og sérstakur  fjárfestingasjóður verður komið á til að styðja framleiðslu á orkunýtnari vörum. Betri merkingar raftækja bygginga og bifreiða eiga síðan að aðstoða neytendur til að velja nýtnari vörur eða heimili og auka þannig þrýsting á framleiðendur og byggingarvertaka um að bæta orkunýtni.