Forstjóri Toyota, Katsuaki Watanabe tilkynnti nýverið breytingu á áætlunum fyrirtækisins. Vegna breyttra aðstæðna, sem allir þekkja, gerir Toyota ráð fyrir meiri samdrætti í sölu eyðslufrekra bifreiða. Samhliða því tilkynnti hann að Toyota ætli að flýta vinnu við tengiltvinnbíl sinn og bjóða hann jafnvel til prófunar fyrir ákveðna viðskiptavini strax í lok árs 2009 í stað 2010. Einnig minntist hann á fjöldaframleiðslu rafbíla árið 2010 en hingað til hafa fáar yfirlýsingar komið frá Toyota um áætlanir þeirra þeirra með hreina rafbíla.