Ford í samstarfi við orkufyrirtæki um þróun tengiltvinnbíla

Ford motor company hefur hafið samstarf við orkufyrirtækið Southern California Edison um þróun tengiltvinnbíla til að kortleggja möguleikana á að gera þá aðgengilegri en í dag.  Bæði fyrirtækin telja sig hafa hag af þessu samstarfi enda Ford í kapphlaupi við GMC og Toyota um fyrsta alvöru tengiltvinnbílinn og orkufyritækið sér fram á aukinn markað og bætna nýtni raforkukerfisins með tilkomu slíkra bíla. 

Ford var fyrsta fyrirtækið sem setti á markað tvinnjeppling, Ford escape, en fyrirtækið Google er einmitt um þessar mundir að reynslukeyra tvo slíka sem breytt hefur verið í tengiltvinnbíl með stærri rafhlöðu.