Forsetinn kominn á tvinnbifreið.

Embætti forseta Íslands tekur í dag við nýrri og umhverfisvænni bifreið sem leysir af hólmi bifreið sem embættið hefur notað undanfarin 13 ár. Hin nýja bifreið er af Lexus gerð og búin háþróuðu Hybrid-kerfi sem saman stendur af rafmótor og bensínvél. Forseti Íslands mun vera fyrsti þjóðhöfðinginn í Evrópu sem tekur í notkun umhverfisvæna bifreið þessarar tegundar.

Bifreiðin er þannig gerð að unnt er að aka henni á rafmótor einum allt að 60-70 km hraða á klst. Þá er bifreiðin hljóðlaus og algerlega laus við útblástur og mengar þar með ekki umhverfi sitt.

Þegar umhverfisvæn bifreið er nú tekin í notkun hjá embætti forseta Íslands er það í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið að leggja í vaxandi mæli áherslu á umhverfisvæn ökutæki sem lið í framlagi almennings og stjórnvalda í baráttunni gegn loftslagsbreytingum sem ógna efnahagslífi og lífsskilyrðum jarðarbúa ef ekki verður gripið til fjölþættra aðgerða.

Forstjóri Toyota í Evrópu, Tadashi Arashima, afhenti forseta bifreiðina á Bessastöðum við sérstaka athöfn