Fræðsluforrit um virkjanir

//Fræðsluforrit um virkjanir

Fræðsluforrit um virkjanir

 

Orkusetur hefur nú smíðað gagnvirkt netkennsluforrit um virkjanir sem hafa yfir 10 MW af uppsettu afli. Forritið er afar einfalt í notkun og einungis þarf að nota tölvumúsina við lausn verkefna.
 
Smelltu hér til að komast í kennsluforritið.  Virkjanforrit
 
Í forritinu má finna yfirlitskort og helstu tölfræðiupplýsingar um hverja virkjun en meginhluti forritsins snýst þó um gagnvirkar æfingar. Í æfingunum koma spurningar og einungis þarf að velja ákveðið svar með því að smella á hnapp eða hnappa hægra megin á skjánum. Ef ekki tekst að svara spurningunni í þremur tilraunum þá kemur rétta svarið upp. Einnig er hægt að spreyta sig í prófi og koma þá nokkrar spurningar í röð og viðkomandi fær að lokum einkunn fyrir árangurinn. Ef keppni er valin þá fær notandinn að svara eins mörgum spurningum og hann getur þangað til að hann klikkar. Í gagnagrunninum eru hátt í tvöhundruð miserfiðar spurningar. Allar myndir eru fengnar frá orkufyrirtækjum landsins með leyfi þeirra.
 
 
 
By |2012-05-07T14:07:16+00:00May 7th, 2012|Uncategorized|Comments Off on Fræðsluforrit um virkjanir

About the Author: