Orkusetur hefur aðstoðað Harald Magnússon bónda á Belgsholti við að koma upp fyrstu vindrafstöðinni á Íslandi sem tengd er almenna raforkukerfinu. Þetta eru stór áfangi því nú bætist formlega við þriðji orkugjafinn inn á raforkukerfi landsmanna. Hér er um 30 kW virkjun að ræða og hefur Haraldur samið við Fallorku um kaup á umframorku frá vindrafstöðinni. Þetta verður mikilvægt rannsóknarverkefni sem mun auka þekkingu okkar á möguleikum vinds sem orkuauðlindar á Íslandi. Með hækkandi heimsmarkaðsverði á rafoku mun vindorka á einhverjum tímapunkti verða fýsilegur virkjunarkostur á Íslandi og þá er mikilvægt að þekkja framleiðslumöguleikana við íslenskar aðstæður. Orkusjóður og Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrktu verkefnið. Hægt verður að fylgjast með raforkuframleiðslunni á www.belgsholt.is.