Hið framsækna fyrirtæki Google hefur ákveðið að leggja sitt að mörkum við þróun á tengiltvinnbílum (plug-in). Forsvarsmenn fyrirtækisins telja þetta vænlegustu leiðina til átt að betri orkunýtni og minni útblæstri. Fyrirtækið mun meðal annars breyta 6 tvinnbifreiðum í eigin eigu í tengiltvinnbíla, 4 Toyota Prius og 2 Ford Escape. Fyrirtækið mun þannig aðstoða við að safna keyrslugögnum sem nota má fyrir frekari þróun. Þetta er hluti af þrískiptri áætlun sem m.a. snýst um þróun á skilvirkara raforkukerfi með tengiltvinnbíla sem lykiltæki við álagsjöfnun.
Það er fyllsta ástæða fyrir Íslendinga að fylgjast með þessari þróun enda fáir staðir betri til að reka tengiltvinnbíla en einmitt hér á landi þar sem rafmagn er 100% endurnýjanlegt og nóg til af því á hagstæðu verði.
Hægt er að lesa meira um áætlanir Google hér