Hagkvæmni lestarsamganga könnuð

12 þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi vilja að könnuð verði hagkvæmni lestarsamganga milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur, annars vegar, og léttlestarkerfis innan höfuðborgarsvæðisins, hins vegar. Samkvæmt tillögu sem þeir hafa lagt fram verður samgönguráðherra falið að kanna kosti og galla þessara samgöngumáta, sem og hugsanlegar leiðir.

Sérstaklega á að skoða kostnað og samfélagslegan ávinnig auk áhrifa á efnahag, umverfi og skipulag. Leita skal til sérfræðinga innan lands og utan og eiga niðurstöður að liggja fyrir í lok þessa árs.

Heimild: ruv.is