Algengur hiti í húsum hér á landi er 23-25°C, en rannsóknir sýna að 20°C innihiti er kjörhiti, þ.e. með tilliti til loftgæða og líðan íbúa. Hafa ber í huga að hitakostnaður hækkar um 7% ef hiti er hækkaður um eina gráðu.
Í svefnherbergjum má jafnvel lækka hitann allt niður í 18°C og í geymslum og öðrum herbergjum, sem ekki eru notuð að staðaldri, mætti hann jafnvel vera 15°C.
Hægt er að kaupa einfaldar hitastýringar sem stilla má að vild og lækka hita í íbúðinni á meðan íbúar sofa eða eru að heiman. Þannig er hægt að ná niður hitastigi að meðaltali þó alltaf sé 20°C inni á meðan einhver er á ferli í íbúðinni.
Hlutverk Orkuseturs Orkustofnunnar er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.
Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis.
Copyright © 2023 Orkusetur.is