Orkusetur logo

Lækkun innihita

Lækkun innihita

Algengur hiti í húsum hér á landi er 23-25°C, en rannsóknir sýna að 20°C innihiti er kjörhiti, þ.e. með tilliti til loftgæða og líðan íbúa. Hafa ber í huga að hitakostnaður hækkar um 7% ef hiti er hækkaður um eina gráðu.

Í svefnherbergjum má jafnvel lækka hitann allt niður í 18°C og í geymslum og öðrum herbergjum, sem ekki eru notuð að staðaldri, mætti hann jafnvel vera 15°C.

Hægt er að kaupa einfaldar hitastýringar sem stilla má að vild og lækka hita í íbúðinni á meðan íbúar sofa eða eru að heiman. Þannig er hægt að ná niður hitastigi að meðaltali þó alltaf sé 20°C inni á meðan einhver er á ferli í íbúðinni.

Mikilvægt er að ofnar geti miðlað hitanum frá sér svo hitastigið verði jafnt í herberginu. Passa þarf að raða ekki húsgögnum upp við ofna eða hylja þá með þykkum gardínum. 

Ein auðveldasta leiðin til að spara hitunarkostnað er að lækka innihita.

Mikilvægt er að venja sig á að lofta út í stutta stund í einu í stað þess að hafa opinn glugga í langan tíma.

Þegar gluggar eru skildir eftir opnir eykur það á orkuþörfina sem þarf til að halda jöfnum og góðum hita innandyra.