Með því að velja sturtu frekar en bað er hægt að nota helmingi minna af vatni.
Betri orkunýtni fæst með krönum með einu handfangi sem auðvelda blöndun vatns og tryggja þannig að minna vatn fer til spillis. Þessir kranar eru einnig betri hvað varðar öryggi því að þá er minni brunahætta vegna hitaveituvatnsins.
Í sumum verslunum er hægt að fá vatnssparandi sturtuhausa sem sprauta um 6 lítrum á mínútu. Margar gerðir sturtuhausa fara upp í 12 lítra eða meira.
Hlutverk Orkuseturs Orkustofnunnar er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.
Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis.
Copyright © 2023 Orkusetur.is