Nauðsynlegt er að endurnýja loft í híbýlum okkar reglubundið. Það er mikil sóun á hita og fjármunum að hafa glugga opna langtímum saman. Slík síloftun er afar ómarkviss leið til loftskipta og veldur miklu hitatapi.
Skilvirkasta leiðin til markvissra loftskipta er að lofta vel út í 10-15 mínútur en hafa alla glugga lokaða þess á milli.
Opnir gluggar skila litlum loftskiptum en valda miklu hitatapi með tilheyrandi kostnaði. “Að henda peningum út um gluggann” er slæm aðferð við loftskipti.
Hlutverk Orkuseturs Orkustofnunnar er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.
Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis.
Copyright © 2023 Orkusetur.is