Orkusetur logo

Röðun húsmuna

Röðun húsmuna

Röðun innbús hefur áhrif á orkuþörf við hitun húss. Bókahillur eða veggteppi á útvegg minnka orkutap, þær draga úr loftstreymi við kaldan útvegginn. Húsgögnum er oft stillt fast upp að ofnum en slík staðsetning truflar eðlilega hringrás loftsins um herbergið og hindrar geislun frá ofninum. Ofnar, sem lokast inni bak við gluggatjöld, nýtast illa þar sem gluggatjöldin draga úr varmagjöf þeirra. Þar sem ofnar eru undir gluggum ættu gluggatjöld ekki að ná neðar en að gluggakistu.

Víða eru rúllugardínur og þær má draga niður að næturlagi og þannig minnka útgeislun gegnum glugga. Slíkar aðgerðir draga úr loftstreymi og kælingu við glerið. Það er svo jafnmikilvægt að draga frá á daginn og hleypa ókeypis hitageislum sólar inn í húsið.