Orkusetur logo

Skjól

Það vita allir að erfiðara er að halda á sér hita í roki en í logni. Sama á við um heimili okkar. Þegar við kyndum híbýli okkar þá myndast örþunnur hitahjúpur í kringum húsið. Ef þessi hitahjúpur blæs í burtu þá þarf stöðugt að endurmynda hann með tilheyrandi orku. Það sparar því orku að mynda skjól þannig að loftið kringum veggi hússins haldist kyrrt. Þetta skjól má mynda með trjám og þá er best að hafa lauftré við suðurhlið en barrtré við norðurhlið. Lauftrén missa þá lauf á haustin þannig að sólin getur gefið ókeypis varma á björtum vetrardögum. Á norðurhlið er hinsvegar betra að hafa sígræn tré sem mynda jafnt og stöðugt skjól allan ársins hring.