Orkusetur logo

Eingreiðsla til einstaklinga

Eingreiðsla til einstaklinga

Eingreiðslur til orkuöflunar

Með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar er opnað á möguleika ríkisins til að taka þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr rafhitun eða olíukyndingu. Þannig greiðir ríkið fyrir sinn hluta af framreiknuðum sparnaði sem af framkvæmdinni hlýst. Með reiknivélinni hér að neðan er hægt að áætla mögulega eingreiðslu ríkis og áhrif hennar á lækkun á stofnkostnaði framkvæmdarinnar.

Smelltu á eftirfarandi slóð  sem leiðir til á Þjónustugátt Orkustofnunar, þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til að nálgast rafræna umsókn um eingreiðslu til umhverfisvænnar orkuöflunar.