Lagnakerfi varmadælu. Varmauppspretta er neðst til vinstri á myndinni. Með vökvadælu er varminn leiddur að varmaskipti (eimir eða uppgufari) sem hitar vinnslumiðilinn svo að hann gufar upp við lágan þrýsting. Þjappan efst á myndinni þjappar gasinu saman og það hitnar. Seinni varmaskiptirinn (eimsvalinn eða þéttirinn) losar varma úr háþrýstu vinnslugasinu í neyslu- og ofnavatn en við það þéttist gasið að nýju. Þaðan fer vinnslumiðillinn í gegnum þensluloka þar sem þrýstingurinn fellur og hringrásin lokast.
Varmadælu er yfirleitt komið fyrir innanhúss eða í lokuðu rými þar sem aðgengi er að raforku. Orkuhagkvæmni varmadælu ræðst af grundvallarlögmálum varmafræðinnar og verkfræðilegum þáttum á borð við orkunotkun dælna, eiginleikum vinnslumiðils og vinnsluhitastigs. Raforku þarf til að knýja allan búnað hefðbundinnar varmadælu, t.d. þjöppu og stýringar. Til viðbótar kemur sú orkunotkun sem stundum þarf til að koma varmagefandi miðli (t.d. vatni, sjó eða lofti) að og í gegnum varmaskipti (eimi) vamadælunnar. Efnahagsleg hagkvæmni ræðst af innkaups- og rekstrarkostnaði.
Hlutverk Orkuseturs Orkustofnunnar er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.
Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis.
Copyright © 2023 Orkusetur.is