Vegna hás hitastiguls hérlendis er líklegt að bergvarmadælur sýni talsverða rekstrarhagkvæmni og ekki ósvipaða vatn/vatn varmadælum. Ef um íbúðarhúsnæði er að ræða er þörf á upphitun nánast allt árið og rafmagnssparnaður hérlendis því hlutfallaslega hærri en í heitari nágrannalöndum. Varmaleiðni íslenska basaltsins er hins vegar lág (1,6-2,0 W/mK (Flóvenz og Sæmundsson (1993)) en stundum tvöfalt hærri í graníti (2,3-3,9 WmK (Surma og Geraud (2003))). Hér sannast þá aftur mikilvægi vatnsstreymis. Erfitt getur verið að ná góðri varmaupptöku í þurri holu en ef næst í grunnvatn á botni holunnar sem hefur hitastig í kringum 15-20 °C þá eru engin slík vandkvæði (Friðfinnur K. Daníelsson (2004)).