Loft/vatn varmadælur gefa áreiðanlegri sparnað en loft/loft dælur þó svo að varmauppsprettan sé sú sama. Loft/vatn varmadælur tengjast beint inn á vatnsofnakerfi húsa og tengjast þannig dreifikerfi sem fyrir er. Þannig er tryggt að varminn skili sér í allt húsið ólíkt loft/loft varmadælum. Einnig nýtist varmadælan til að hita neysluvatn og því þarf ekki að draga frá neysluvatnsnotkun þegar hagkvæmni loft/vatn vatmadælu er metinn.
Loft/vatn varmadæla hentar allra best með gólfhita þar sem lægra hitastig er að jafnaði notað. Hefbundin ofnakerfi keyra oft á 60-80°C hita á meðan gólfhiti gengur á allt að helmingi minna hitastigi. Nýtni dælunnar tapast að nokkru við að keyra hitastigið svo hátt upp og heppilegra er að framleiða meira magn með minni hita.
Hlutverk Orkuseturs Orkustofnunnar er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar.
Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis.
Copyright © 2023 Orkusetur.is