Mikið kapphlaup virðist vera í uppsiglingu um að verða fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða tengiltvinnbíl. General motors og Toyota hafa barist um forystuna en hugsanlega verða þeir að gefa fyrsta sætið eftir til bílaframleiðanda frá Kína. Kínverski bílaframleiðandinn BYD stefnir á framleiðslu og sölu á næsta ári og gæti þannig skákað GM og Toyota sem lofa framleiðslu árið 2010. Bifreiðarnar sem keppa um sigurinn má sjá á myndinni.