Kókós-dísel

Eyjaskeggjar á Bougainville, sem tilheyrir Papúa Nýju-Gíneu, hafa fundið lausn við hinu himinháa orkuverði sem hefur hrjáð þá sem og marga aðra um allan heim. Svarið felst í kókoshnetunni.

Þeir vinna nú að þróun smárra olíuhreinsunarstöðva sem framleiða kókoshnetuolíu sem hefur nú tekið við af dísilolíunni, segir á fréttavef BBC.

Það skiptir engum toga hvort um prest eða lögreglumann sé að ræða, allir eyjaskeggjar eru farnir að fylla bensíntankana með kókoshnetuolíu.

Fyrirspurnir hafa nú borist til eyjaskeggjanna um kókoshnetuorkuna hvaðanæva að um heiminn, m.a. frá Evrópu og Íran.

Íbúar Bougainville hafa í áraraðir þurft að treysta á olíuinnflutning til eyjarinnar sem hefur kostað skildinginn.

Þá hefur olíuskortur margsinnis ollið því að mörg fyrirtæki hafi einfaldlega þurft að stöðva reksturinn tímabundið á þessum hluta Papúa Nýju-Gíneu. Hátt orkuverð hefur að sama skapi gert lítið til þess að bæta ástandið.

Íbúarnir hafa því brugðið á það ráð að nýta sér eldsneyti sem er bæði mun ódýrari og sjálfbærari heldur en dísilolían. Margir eru því farnir að framleiða kókoshnetuolíu í bakgarðinum heima hjá sér og sjá ekki eftir því.

Heimild: mbl.is