Leitarvél knúin af sólarorku

Leitarvél knúin af sólarorku
Fyrirtækið Google, sem m.a. rekur samnefnda leitarvél hefur hafið uppsetningu á miklum sólarrafhlöðum á þaki höfuðstöðva sinna í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Rafhlöðurnar eru sagðar þær stærstu í einkaeigu stórfyrirtækis í heiminum og geta framleitt um 1,6 megavatt af orku, eða sem svarar til orkunotkunar 1.000 heimila.

Þessi mikla orkuframleiðsla hrekkur þó frekar skammt því áætlað er að framleiðsla muni svara til þriðjungs þeirrar orku sem starfsmenn nota á skrifstofum Google. Þá er þó ekki með talin notkun í gagnamiðstöðvum Google um allan heim.

Heimild: mbl.is