Ljóstímareiknivél

Ný reiknivél er nú aðgengileg á vef Orkuseturs.  Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar fyrir mismunandi perur.  Svokallaðar sparperur sem taka nú við af glóperunni góðu eru nefnilega þrennskonar: Halogen, LED og Flúor.  Perurnar hafa ólíkt innkaupaverð og mismunandi orkunotkun og endingartíma. Hagkvæmni peranna ræðst því af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu.  Þetta má taka allt saman í lykilöluna stofn-og rekstrarkostnaður á ljóstíma. Með reiknivélinni má auðveldlega bera saman þennan ljóstímakostnað.  Mikilvægt er að minna á að LED og Halogenperur innhalda ekkert kvikasilfur en það er hinsvegar til staðar í örlitlu magni í flúorperum.