Losun CO2 frá samgöngum á mikilli uppleið.

Eins og sjá má á súluritinu eykst losun gróðurhúsalofttegunda sífellt í íslenskum samgöngum. Tölurnar eru unnar úr eldsneytisspá Orkustofnunar og upplýsingum frá Umferðarstofu. Gildi síðustu tveggja ára eru að hluta til áætluð. Útblástur hefur aukist um fjórðung sem kallar á skjótar aðgerðir til að snúa þessari þróun við.

Þetta eru afar slæmar fréttir enda hefur pressa á aðgerðir til að draga úr losun aukist mikið með tilkomu fjölda skýrslna undanfarið sem allar benda á mikilvægi þess að snúa þessari þróun við með hraði.

Orkusetrið hefur lengi bent á að öflugasta lausnin er að stuðla að breytingu á bílaflota landsmanna. Þetta þarf ekki að vera sársaukafull aðgerð og með því að binda innflutningsgjöld við útblástursgildi mun hlutfall eyðsluminni bifreiða eins og diesel- og tvinnbifreiða aukast hratt í flota landsmanna. Það skiptir gríðarlegu máli að hafa áhrif á kaup manna á nýjum bílum enda dvelur hver sú bifreið sem hingað er keypt í um 10 ár á landinu. Vettvangur um vistavænt eldsneyti hefur einmitt lagt grunninn að tillögum að slíkum breytingum, (sjá frétt fyrir neðan). Ef Íslendingar ætla ekki að skerast undan ábyrgð í loftslagsmálum þá þurfa þessar breytingar að verða lögum sem fyrst.

Sem dæmi þá er útblástursmunur á 10 ára líftíma Toyota RAV4 diesel- og bensínbifreið er 10,2 tonn. Á síðasta ári seldust 610 RAV4 bílar af þeim voru aðeins 21 diesel