Málþing um sjálfbærar byggingar á Íslandi

Málþing haldið á vegum Sesseljuhúss og Orkuseturs.
Fundarstaður:  Sesseljuhús umhverfissetur, Sólheimum,
Miðvikudaginn 20. september 2006,
Kl. 12.30-17.00
 
Dagskrá:
12:30-13:30 Varis Bokalders, arkitekt. Ekokultur Konsulter AB, Stokkhólmi.
What is sustainable building and what does it look like?
13:30-13:55 Árni Friðriksson, arkitekt. ASK arkitektar.
Sjálfbær hús – nokkur íslensk dæmi
13:55-14:20 Sigurður Harðarson, Batteríið arkitektar.
Húsahönnun og veðurfar – þáttur sólar og vinds
 
14:20-14:50 Kaffi.
Sýningin Að byggja og búa í sátt við umhverfið sem byggir að hluta til á hugmyndafræði Varis Bokalders er opin gestum í sýningarsal Sesseljuhúss.
 
14:50-15:15 Björn Marteinsson, sérfræðingur. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og dósent við verkfræðideild HÍ.
Sjálfbærar byggingar – hvaða kröfur gerir slíkt á íslenskum markaði?
Efnisnotkun, orkunotkun
15:15-15:40 Daði Ágústsson, Ljóstæknifélag Íslands
Framtíðarljósgjafinn LED – Ljóstvisturinn
15:40-16:00 Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Orkunotkun húsa – nýjar lausnir.
16:00-17:00 Fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri: Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir, forstöðumaður Sesseljuhúss.
Aðgangur er ókeypis.
Skráning og frekari upplýsingar:   Sesseljuhús, s. 480 4470, bergthora@solheimar.is
Orkusetur, s. 569 6085, sif@os.is
Sólheimar eru sjálfbært samfélag í hjarta Suðurlands, í um það bil klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Frá Reykjavík er keyrt um Suðurlandsveg í átt að Selfossi, beygt til vinstri veg 35 í átt að Laugarvatni og til hægri við Minni-Borg. Frá Minni-Borg eru um 9 km til Sólheima.