Nú hafa reiknivélar Orkuseturs verið uppfærðar og bættar. Meginbreytingin er sú að nú er einokun olíunnar liðinn og metan, rafmagn og etanól komið inn sem valmöguleiki fyrir eldsneyti. Nú má finna í gagnagrunni reiknivélanna nokkrar tegundir bifreiða sem ganga fyrir öðrum orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Loks er hægt að sjá með skýrum og einföldum hætti hversu hagkvæmt er að fjárfesta í metanbifreið. Þar sem metanbifreið kostar svipað í innkaupum og sambærilegur bensínbíll þá sparar neytandinn um leið og hann byrjar að keyra. Í reiknivélum Orkuseturs er bæði hægt að finna metanbifreiðar sem íslensk umboð flytja inn sem og bifreiðar sem enn eru einungis að finna erlendis. Það má þó hvetja neytendur til að skoða slíkar bifreiðar og flytja þær inn sjálfir líkt og lengi hefur tíðkast með ameríska bíla. Metanbifreiðar eru til öllum stærðarflokkum.
Þó svo að útblástur fylgi metanbifreiðum er eiginlegur CO2 útblástur frá metani ekki viðbót við CO2 í andrúmslofti. Brennsla metans er því „hlutlaus“ hvað varðar CO2 mengun. Þegar rafmagnsbílarnir eru valdir má sjá að þeim fylgir enginn útblástur enda er þar algerlega mengunarlaus tækni á ferð. Það er löngu tímabært að menn stígi ákveðin skref í átt til minni elsneytisnotkunar og útblásturs og reiknivélar Orkuseturs eru kjörnar til ákvörðunar þegar ný bifreið er valinn hvort sem menn vilja kaupa örlítið sparneytnari bíl eða fara alla leið og skipta á eldsneyti.
Í reiknivélunum stillir notandinn sjálfur eldsneytisverðið og árlegan akstur og getur borið saman útblástur og eyðslu fyrir eitt ár eða fleiri. Eins og sjá má á dæmum úr reiknivélinni hér fyrir neðan, er ljóst að menn spara bæði aurinn og umhverfið með rekstri á metanbifreið. Í reiknivélinni er einnig að finna þrjár rafmagnsbifreiðar og með því að bera þær saman við aðra bíla verður öllum ljóst að ódýrari og umhverfisvænni kost en rafmagn er varla hægt að finna. Rafmagnsbílarnir eru af gerðinni REVA sem nú þegar er til hér á landi, Think og Buddy sem framleiddir eru í Noregi.