Metanreiknivél í loftið

Nú hefur Orkusetur sett í loftið nýja reiknivél sem ber saman kostnað við rekstur metanbifreiða annarsvegar og hefbundinna bifreiða hinsvegar.  Kaup og rekstur metanbifreiða er afar hagstæður um þessar mundir þar sem bæði innkaupaverð og eldsneytiskostnaður er lægri en á sambærilegum bifreiðum sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti.  Að auki er Metan innlent og umhverfisvænt eldsneyti sem sparar gjaldeyri og dregur úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Reiknivélina má finna hér:

Metanvél