Nóg eldsneyti eftir þegar hringnum lauk

Nóg eldsneyti eftir þegar hringnum lauk
Nóg eldsneyti reyndist vera eftir á tanki Skoda Octavia dísilbílsins, sem fulltrúar Félags íslenskra bifreiðaeigenda og Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna óku í hringinn í kringum landið. Markmiðið var að aka hringinn á einum eldsneytistanki og það tókst en 55 lítrar af dísilolíu voru í tankinum þegar ferðin hófst á mánudag.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna tryggði sér með þessu afnot af nýrri Skodabifreið frá Heklu í eitt ár.

Ökumaður í ferðinni var Stefán Ásgrímsson ritstjóri hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda en honum til aðstoðar þau Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og Þuríður Arna, fjögurra ára dóttir Óskars en hún greindist með góðkynja æxli í höfði fyrir tveimur árum.

Heimild: mbl.is

Með ferðareikni Orkuseturs má reikna eldsneytiseyðslu og útblástur ýmissa bifreiða og þar má vel sjá hversu díselbifreiðir eru að jafnaði nýtnari en bensínbifreiðar

http://www.orkusetur.is/Apps/WebObjects/Orkustofnun.woa/wa/dp?id=3349