Ný reiknivél opnuð á Orkusetri

Til að hvetja neytendur til að skipta yfir í orkuminni lýsingu hefur Orkusetur birt aðgengilega reiknivél á netinu, þar sem hægt er að skoða með auðveldum hætti áhrif þess að skipta út glóperum fyrir sparperur.
Ætla má að þessi reiknivél hvetji neytendur mjög til að skipta yfir í orkuminni lýsingu með tilheyrandi rekstrasparnaði fyrir heimilið. Hér má nálgast reiknivélina: Perureiknir

Um 20% af raforkunotkun heimila fer til lýsingar og með því að skipta út hefðbundnum glóperum yfir í sparperur má draga verulega úr raforkunotkun. Sparperur nota einungis 20% af þeirri  orku sem glóperur þurfa til að gefa sama ljósstyrk. Að auki endast sparperur allt að fimmtán sinnum lengur. 

Lýsing í iðnaðarráðuneytinu vottuð
Iðnaðarráðherra fer með málefni orkumála og ákvað á dögunum að fara fyrir með góðu fordæmi og gera úttekt á lýsingu í ráðuneytinu.  Úttektin var gerð af Lýsingarsviði Jóhanns Ólafssonar & Co., umboðsaðila OSRAM á Ísland í samstarfi við Orkusetur. OSRAM hefur nú vottað að öll lýsing í ráðuneytisins sé til fyrirmyndar – allar perur orkusparandi og umhverfisvænar.
Í kjölfar úttektar í iðnaðarráðuneytin, stefnir Orkusetur á að taka út lýsingu í fleiri ríkisstofnunum og benda á það sem betur má fara svo draga megi úr rekstrarkostnaði ríkis með bættri lýsingu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að leita allra leiða til að spara í ríkisrekstri og orkusparnaður getur þar verið lóð á vogarskálarnar. Úttektin verður gerð í samstarfi við OSRAM.

Skynsamlegur sparnaður
Að skipta glóperum út fyrir sparperur er sársaukalaus leið til spara raforku og fjármagn. Sparperur nota um 80% minna rafmagn og líftími þeirra er miklu mun lengri en glópera. Með því að skipta yfir í sparperur er einnig verið að draga úr umfangi innflutnings, spara flutningskostnað og ekki síst spara vinnu við peruskiptingar. Raforkan sem sparast má svo nýta til annarrar atvinnuuppbyggingar þar sem íslensk raforka er afar verðmæt enda kolefnsfrí og græn.