Olíuverð á uppleið

Verð á hráolíu hefur farið hækkandi undanfarna daga vegna spennunnar, sem ríkir í Miðausturlöndum, og nálgast nú metið, sem sett var um miðjan júlí. Tunna af Brent Norðursjávarolíu kostar nú 76,40 dali en tunna af Texas-olíu kostar 75,30 dali. Hæst fór verð á olíu í 78,40 dali þann 17. júlí.

Heimild: mbl.is