Opið fyrir umsóknir í Intelligent Energy Europe

Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir innan "Intelligent Energy Europe"

 
 Evrópusambandið hefur sett fram metnaðarfull markmið hvað varðar hreina og örugga orku fyrir Evrópubúa í framtíðinni. Til að ná þessum markmiðum er mikilvægt að ný þekking og ný tækni nái útbreiðslu á markaði. Verkefnið Intelligent Energy Europe er sett á laggirnar til að auka möguleika á því.
 
Opnað hefur verið fyrir ný köll innan þess til að þróa tækninýjungar í tengslum við endurnýjanlega orku. Verkefnið hefur þrjú meginmarkmið:
 •Kynning á orkunýtni og að hvetja til skynsamlegrar nýtingar orku
•Ýta undir notkun nýrra orkugjafa og hvetja til fjölbreytni í orkunotkun
•Stuðla að meiri orkunýtingu í flutningum
 
Hér má nálgast nánari upplýsingar um Intelligent Energy Europe og um köllin sjálf hvernig eigi að sækja um