Orkusóun að hlaða farsímann of lengi

 Rannsóknarteymi á vegum símaframleiðandans Nokia kannaði hve mikil orka myndi sparast ef allir tækju símann úr hleðslu um leið og hann væri fullhlaðinn. Niðurstaðan var sú að orkunotkun heimsins myndi minnka sem svaraði heildarorkunotkun 60.000 evrópskra heimila ef aðeins 10% af farsímaeigendum heimsins myndi vera svo forsjáll að taka símann úr hleðslu um leið og hann væri hlaðinn. Það er merkilegt hvað margt smátt gerir eitt stórt! Í kjölfarið tilkynnti Nokia að það myndi setja bjöllu í sína síma um mitt næsta ár sem hringir þegar síminn væri fullhlaðinn og láta eigendur sína þannig vita þegar hann væri fullhlaðinn. Það væri eitt af því sem fyrirtækið gæti gert í baráttunni gegn orkusóun. Könnunin var gerð í kjölfar hvatningarátaks evrópsku framkvæmdastjórnarinnar til framleiðenda um að huga að þeim áhrifum sem vara þeirra hefur á umhverfið og draga úr umhverfismengun eins og hægt væri. Fjölmörg framleiðslu-og iðnfyrirtæki í Evrópu tóku þátt í átakinu og víða voru fjölmargar umbætur gerðar. Hjá Nokia var eyðing málma sem notaðir eru í símana t.d. líka endurskoðuð og leiðbeiningar um vistvæna notkun gefnar út.

Heimild: Morgunblaðið