Orkusparnaður á Hróarskelduhátíð

Stjórnendur tónlistarhátíðarinnar frægu í Hróarskeldu fengu á dögunum 8.8 milljón króna styrk til þess að rannsaka nánar möguleika á orkusparnaði.

Á hverju ári koma 75.000 gestir og 20.000 sjálfboðaliðar á hátíðina í Hróarskeldu og heildarorkan sem fer í hátíðina eru um 350.000 kílóvattstundir. Um 10 prósent orkunnar á hátíðinni er notuð í hljóð og lýsingu á sviðunum, en meirihluti orkunnar fer í lýsingu á hátíðarsvæðinu auk matargerðar og kælingu á mat og drykk, segir í frétt fréttavefs Politiken.

Aðstandandendur keppninnar hafa löngum reynt að fara sparlega með orkuna, en þetta verður í fyrsta sinn sem það verður gert með skipulögðum hætti. Í fyrsta skrefi verkefnisins verður reynt að spara orku á tjaldsvæðinu, en í næsta skrefi verður sjónum beint að sviðunum.