Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, og Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, settu báðir fram þá hugmynd í erindum sínum á ráðstefnu um framtíð Örfiriseyjar í gær, að komið yrði á sporvagnatengingu frá svæðinu og að fyrirhugaðri byggð í Vatnsmýri.
Sagði Gísli Marteinn að stofnkostnaður 6 km langrar sporvagnaleiðar yrði um 8-10 milljarðar kr. og rekstrarkostnaður milljarður á ári.
Íbúar í fyrirhuguðum hverfum hefðu færri bílastæði en aðrir borgarbúar en ættu á móti þess kost að hafa sporvagninn í nágrenninu.
Tekið skal fram að enn á eftir að koma í ljós hvort fýsilegt sé að byggja í eynni, m.a. m.t.t. til samgangna. Þá á starfshópur um möguleikann á flutningi olíubirgðastöðvarinnar í eynni eftir að skila áliti, sem mun vega þungt um framhaldið. Þá er óvíst með framtíð flugvallarins í Vatnsmýri.
heimild: mbl.is