Raforka

Raforka
Heimili landsins nota raforku til að knýja hin ýmsu tæki en einnig til lýsingar innan- og utanhúss. Um 8% húsa nota raforku til hitunar og þar fer 70-90% raforkunnar í hitun. Almenn heimilisnotkun á landinu er í kringum 5 MWh á meðalheimili á ári. Rannsóknir erlendis sýna að orkunotkun á norrænu meðalheimili megi skipta niður á eftirfarandi hátt:
Það er ýmislegt sem hægt er að gera til að ná niður kostnaði á almennri heimilisnotkun á rafmagni. Hér á undirsíðum má finna leiðir til að draga úr orkunotkun vegna lýsingar, rafmagnstækja, eldunar, kælingar og þvotta. Ef unnið er að aukinni skilvirkni allra þessara þátta má auðveldlega ná fram talsverðri lækkun á rafmagnsreikningi heimilisins.