Orkusetur logo

Eldhúsið

Eldhúsið

Eldavél

  • Pottar og pönnur verða að hafa sléttan botn og ná yfir alla helluna. Ef potturinn eða pannan hringlar á hellunni getur helmingur hitans tapast.
  • Þrefalt meiri orku þarf til að elda í opnum potti heldur en lokuðum. Lokið á pottunum þarf að vera hæfilega þétt og þegar suðan er komin upp á að lækka strauminn og láta sjóða á minnsta straumi.
  • Við suðu, t.d. á kartöflum og grænmeti, er nóg að nota eins til tveggja cm vatn í pottinum.
  • Til að nýta allan hitann er best að slökkva undir potti 5-10 mínútum áður en maturinn er fulleldaður.
  • Vifta, sem blæs loftinu út, gefur góða loftræstingu en veldur jafnframt hitatapi úr íbúðinni. Hringrásarvifta með síu veldur hins vegar ekki hitatapi, aftur á móti endurnýjar hún ekki loftið í eldhúsinu.

Bökunarofn/steikarofn

  • Bökunarofn er mikill orkugleypir. Þar sem töluverð orka fer einungis í það að hita hann upp er vert að athuga hvort ekki sé hægt að ná sem lengstum notkunartíma í einu með því að baka og steikja hvað á eftir öðru.
  • Hægt er að spara rafmagn með því að setja í ofninn um leið og kveikt er á honum og slökkva síðan rétt áður en maturinn er tilbúinn.
  • Grillið í ofninum krefst mun meiri orku en t.d. þegar steikt er í potti.

Örbylgjuofn

  • Hægt er að spara bæði tíma og rafmagn með því að matreiða í örbylgjuofni, sérstaklega ef um lítið magn er að ræða.
  • Best er að nota sem minnst af vatni við eldunina eða jafnvel sleppa því alveg.
  • Nota skal frekar stórt ílát og dreifa matnum jafnt yfir það.
  • Frosinn mat ætti að þýða í kæliskápnum frekar en örbylgjuofninum.

Uppþvottavél

  • Fylla skal vélina fyrir hvern þvott. Hún notar jafnmikið rafmagn hvort sem hún er hálftóm eða full.
  • Æskilegt er að nota stysta þvottakerfið og lægsta vatnshitann.