Orkusetur logo

Merkingar raftækja

Merkingar raftækja

Samkvæmt lögum um merkingar og upplýsingaskyldu eiga seljendur að veita neytendum upplýsingar um orkunotkun viðkomandi tækja. Lögin taka mið af evrópskum stöðlum og má sjá staðlaðan merkimiða hér til hliðar. Merkimiðanum skal komið fyrir utanvert á framhlið eða ofan á tækinu þannig að ekkert skyggi á hann.

Orkunýtni tækja er skipt í flokka A-G þar sem A merkir góða nýtni en G merkir slæma. Athygli skal vakin á því að bætt hefur verið við tveimur flokkum, þ.e. A+ og A++ sem hafa allra bestu orkunýtnina. Orkusetur mælir eindregið með kaupum á A+ og A++ vörum.

Á skrifstofuvörum eins og tölvum, prenturum og ljósritunarvélum ber að leita að merkingunni “Energy star”. Slík merking á að tryggja að varan hafa góða orkunýtni og noti minni orku en önnur raftæki í sama flokki. Merki energy star má sjá hér fyrir neðan.