Rafmagnstækjum fjölgar sífellt á heimilum landsins. Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða “Stand by” notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi.
Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda seytlar hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auðveldasta leiðin til að minnka biðstöðunotkun er að slökkva alveg á tækjum og helst að taka úr sambandi. Mjög einföld leið til að draga úr biðstöðunotkun er að tengja sjónvarp, DVD-spilara, afruglara, hljómflutnings- og myndbandstæki inn á sama millistykki með rofa þar sem slökkva má á öllum tækjum í einu.
Copyright © 2023 Orkusetur.is