Orkusetur logo

Verðsamanburður

Verðsamanburður

Samanburður á raforkuverði til heimila

Raforkureikningar eru tvískiptir. Dreifing raforku er sérleyfisþáttur og notendur verða að vera í viðskiptum við dreifiaðilann í þeirra sveitarfélagi. Sala á raforku er hins vegar á samkeppnismarkaði og öllum er frjálst að skipta um orkusöluaðila með einföldum hætti. Sjá hér. Athugið að reiknivélin tekur ekki með möguleg þjónustugjöld eins og tilkynninga- og seðilgjald sem getur verið mismunandi eftir söluaðilum.
Almenn raforkunotkun heimila er að jafnaði í kringum 5000 kWst en auðvelt er að finna ársnotkun í raforkureikningum eða með því að hafa samband við orkufyrirtækin. Lítill hluti heimila nýtir einnig raforku til hitunar og þá er slegin inn heildarraforkunotkun og reiknivélin skiptir henni sjálfkrafa í rafhitun (85%) og almenna notkun (15%).